Hver er munurinn á milli Einkaskilríkja og Starfsskilríkja?

EINKASKILRÍKI eru hugsuð fyrir einstaklinga sem vilja nota rafræn skilríki til að auðkenna sig með öruggum hætti á ýmis vefsvæði og einnig til að undirrita ýmis skjöl rafrænt.

Umsóknarferlið er einfallt, umsækjandi þarf einungis að slá inn kennitölu, netfang og velja í hvaða bankaútibúi hann vill sækja kortið.

STARFSSKILRÍKI eru hugsuð fyrir einstaklinga með tenginu við fyrirtæki. Skilríkin eru fyrir einstaklinginn en innihalda einnig kennitölu fyrirækis.

Sumir þjónustuaðlilar gera þá kröfu að bæði kennitala einstaklings og fyrirtækis séu í skilríkinu til að þau veiti aðgang. Ef nota á skilríkin í samskiptum við Tollstjóra eða með bókhaldskerfum sem hafa bein samskipti við vefþjónustur banka og sparisjóða eru starfsskilríkin betri kostur. Að öðru leiti virka starfsskilríkin eins og einkaskilríkin.

Umsóknarferlið er aðeins flóknara en með Einkaskilríkjunum.
Lögbær fulltrúi fyrirtækis (framkvæmdastjóri eða prókúruhafi) þarf að gera áskriftarsamning við Auðkenni ehf og samþykkja allar umsóknir eftir það.
Lögbæri fulltrúinn getur einnig veitt öðrum umboð til að skrifa upp á áskriftarsamninginn og samþykkja umsóknir.

Lögbæri fulltrúinn eða hver sá sem hefur umboð hans getur óskað eftir lokun skilríkja starfsmanna hvenær sem er.