LEIÐBEININGAR FYRIR RAFRÆN SKILRÍKI
Þessar leiðbeiningar gera ráð fyrir því að þú sért kominn með kort með rafrænum skilríkjum og kortalesara í hendurnar.

ATH. þegar þú slóst inn 6 stafa PIN númerið sem þú valdir þér við afhendingu kortsins þá varst þú í raun að velja 2 PIN númer, fyrstu 4 stafirnir eru notaðir fyrir auðkenningu en allir 6 fyrir undirritanir.
Til að skrá sig inn í tolla- og skattaþjónustur eru bara notaðir fyrstu 4 stafirnir í PIN númerinu.


NOTKUN SKILRÍKIS Í FYRSTA SINN
Til þess að nota rafræna skilríkið þarf að hafa aðgang að tölvu, kortalesara og sérstökum hugbúnaði fyrir skilríkin.
KORTALESARI
Flestir bankar bjóða upp á kortalesara sem hægt er að tengja við USB port.
HUGBÚNAÐUR
Til þess að tengja saman kortið og kortalesarann þarf sérstakan hugbúnað sem þú getur sótt hér neðar á síðunni.
VIÐVÖRUN ÞEGAR SKILRÍKIÐ ER NOTAÐ Í FYRSTA SINN
Þegar skilríkið er notað í fyrsta sinn mun tölvan biðja um heimild til þess að setja inn skilríkjakeðju Íslandsrótar sem er að finna á kortinu [sjá mynd]. Þessari spurningu skal svara játandi og mun skilríkjakeðjan þá verða sett upp á vélinni.

Leiðbeiningar UPPSETNING Á HUGBÚNAÐI OG KORTALESARA
Til að setja upp búnaðinn skal fylgja eftirfarandi:
 1. Fyrst þarf að sækja Nexus Personal hugbúnaðinn. Sækja Nexus Personal
 2. Veldu "Save As..." og vistaðu hugbúnaðinn á tölvuna þína. Ekki velja "Run" og setja hugbúnaðinn upp beint í gegnum vafrann það veldur oft réttindavandamálum.
 3. Tvísmelltu á forritið þar sem þú vistaðir það og keyrðu það upp. Notaðu sjáfgefnar stillingar.
 4. Eftir að forritið er komið í gang á þetta tákn Nexus Personal að sjást í stjórnstiku tölvunar.
 5. Tengdu kortalesarann við tölvuna.
 6. Tölvan á að finna lesarann og setja hann upp.
 7. Í sumum tilfellum þarf að endurræsa tölvuna eftir uppsetningu.

PRÓFA HVORT BÚNAÐURINN VIRKI
Eftir að vélin hefur verið endurræst borgar sig að prófa hvort búnaðurinn virki:
 1. Fullvissaðu þig um að kortalesarinn sé tengdur við tölvuna.
 2. Stingdu kortinu með rafrænu skilríkjunum í lesarann.
 3. Nexus táknið á stjórnstiku "snýst" á meðan kortið er lesið.
  Athugið, þetta getur tekið smá stund í fyrsta sinn.
 4. Smelltu hér til að prófa kortið.
  (ATH. að PIN til auðkenningar er 4 tölustafir) [Prófa kort]

HVAR GET ÉG SVO NOTAÐ SKILRÍKIN?
Hægt er að nota skilríkin bæði til auðkenningar og undirritunar.
Fyrst um sinn verða skilríkin væntanlega mest notuð við auðkenningu.
Hægt er að nota skilríkin til auðkenningar á ýmsum stöðum í dag og er listi á skilríki.is yfir aðila sem nýta rafræn skilríki í samskiptum.

AUÐKENNI - Borgartúni 31 - 105 Reykjavík - Sími: 530 0000 - Netfang: audkenni(hjá)audkenni.is