Umsókn og afhending starfsskilríkja gengur þannig fyrir sig:

  1. Umsókn er fyllt út á umsóknarvefnum og send rafrænt til Auðkennis.
  2. Í lok umsóknar prentast út samningur sem forráðamaður skrifar undir og sendir í pósti til Auðkennis.
  3. Forráðamaður og starfsmaður (handhafi skilríkjanna) fá tölvupóst á netföngin sem tilgreind eru í umsókn:
    1. Starfsmaður þarf að opna sinn tölvupóst og smella þar á tengilinn STAÐFESTA NETFANG.
    2. Forráðamaður þarf að opna sinn tölvupóst og smella þar á tengilinn SAMÞYKKJA UMSÓKN.
  4. Auðkenni samþykkir, hafnar eða óskar frekari sannvottunar á upplýsingum í umsókn.
  5. Ef umsókn er samþykkt er gengið frá greiðslu fyrir kortið til Auðkennis.
  6. Kortið er sent í það bankaútibú sem valið var í umsókninni.
  7. Leiðbeiningar um hvernig sækja á PUK númer í netbanka er sent á netfang umsækjanda.
  8. Starfsmaður mætir í bankaútbú.
    1. Starfsmaður verður að hafa með sér PUK númer, vegabréf eða ökuskírteini með skýrri mynd.
    2. Hjá skráningarfulltrúa í bankanum fer fram vottun á persónu, undirritun sérstaks samnings, virkjun á skilríkjum og afhending á korti.