Umsókn og afhending búnaðarskilríkja gengur þannig fyrir sig:

  1. Umsækjandi fyllir út umsóknarform á vefsíðu Auðkennis.
  2. Í umsóknarferlinu verða til einka- og óundirritaður dreifilykill á tölvu umsækjanda.
  3. Í lokaskrefi umsóknarforms verður til áskriftarsamningur á PDF formi nema að samningurinn hafi áður verið gerður milli sömu aðila.
  4. Forráðamaður (framkvæmdastjóri/prókúruhafi) undirritar samninginn og sendir til Auðkennis
  5. Umsóknin er skráð og tölvupóstar sendir á forráðamann og tæknilegan tengilið.
  6. Báðir þessir aðilar verða að opna póstinn og smella á hlekk í póstinum til að samþykkja upplýsingar svo að hægt sé að samþykkja umsóknina.
  7. Starfsmaður Auðkennis flettir fyrirtæki upp í hlutafélagaskrá til að kanna hvort forráðamaður sé framkvæmdastjóri eða hafi prókúruréttindi á fyrirtækið.
  8. Starfsmaður Auðkennis hringir í opinbert símanúmer fyrirtækis og biður um samband við forráðamann sem gefinn var upp í umsókninni.
  9. Ef öll þessi skilyrði eru uppfyllt er umsóknin samþykkt.
  10. Tæknilegur tengiliður fær tölvupóst með vefslóð þar sem hann getur náð í dreifilykil skilríkisins undirritaðan af milliskilríkinu "Traustur búnaður".
  11. Tæknimaður setur dreifilykilinn upp á sömu tölvu og hann notaði í umsóknarferlinu (einkalykillinn er á henni) og skilríkið er tilbúið til notkunar.
  12. Auðkenni gefur út reikning í kröfupott á kennitölu fyrirtækis.